fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Opið hús frumkvöðla í Eldey

 
Hægt verður að kynna sér íslenskt hugvit og hönnun í frumkvöðlasetrinu Eldey á opna deginum á Ásbrú 25. apríl n.k. en þar verða frumkvöðlar með opnar vinnustofur og tilvalið að kynna sér ólík verkefni þeirra.
Eldey er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, sem þjónar frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Þar geta frumkvöðlar stigið sín fyrstu skref, þróað viðskiptahugmyndir sínar og komið sprotafyrirtækjum á legg. Í Eldey eru nú samtals 28 sprotafyrirtæki og um 40 frumkvöðlar sem nýta sér frábæra aðstöðu í húsinu sem og handleiðslu og ráðgjöf hjá verkefnastjórum Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
GeoSilica Iceland sem sérhæfir sig í nýtingu á kísil úr jarðsjó mun bjóða upp á „kísilborgara“ sem grillaðir verða á staðnum.Lærum og leikum með hljóðin verða með skemmtileg tilboð, fræðslu og verðlaunapott. Frábært efni fyrir allar barnafjölskyldur, afa og ömmur. Hægt verður að fá góð ráð um málþroska og framburð.
Fjölbreytt hönnun er í húsinu og má þar nefna Mýr design, Spíral, Dís, Drafnar design og Ljósberann.Vala Grand mun bjóða förðunarráð fyrir gesti.Dúettinn Heiðar mun leika fyrir gesti í Eldey en þar verður létt og þægileg stemmning.