Rafrænn samráðsfundur um stöðu fjarskipta
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta föstudaginn 16. apríl kl. 13:00-14:30.
Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu fjarskiptamála. Fundarstjóri er Jón Björn Hákonarson, formaður fjarskiptaráðs og bæjarstjóri í Fjarðabyggð.
Eftir kynningar og framsögur er fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni. Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.
Skráningu lýkur kl. 12:00 föstudaginn 16. apríl. Þeir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.