Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum
Föstudaginn 30. maí 2025 fer fram fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) í samstarfi við Árnastofnun og rannsóknarverkefnið IN SITU, sem styrkt er af Horizon Europe, og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðstefnan ber heitið Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs (e. Unlocking the Power of Rural CCIs: The Intersection of Culture, Creativity and Entrepreneurship ).
Fjallað um hlutverk menningar- og skapandi greina í samfélags- og efnahagslegri nýsköpun á landsbyggðum. Sérstök áhersla er á frumkvöðlastarfsemi, sjálfbærni og hvernig staðbundin menning getur stuðlað að endurreisn og þrautseigju í jaðarbyggðum. Erindin endurspegla fjölbreytta nálgun á viðfangsefnið og tengja saman fræði, listir, stefnumótun og þróunarverkefni víðs vegar að úr Evrópu og Norður-Ameríku.
Ráðstefnuna stýrir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor og fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina.
Meðal erinda þeirra sem flytja erindi eru:
Vífill Karlsson, prófessor við Háskólann á Bifröst og dósent við Háskólann á Akureyri.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor í listfræði við Listaháskóla Íslands og dósent við Háskólann á Akureyri.
Emily Lethbridge, rannsóknardósent við Árnastofnun.
Mark Rainey, menningarlandfræðingur við University of Galway.
Antonija Letinić, sérfræðingur hjá Kultura Nova Foundation.
Magdalena Falter, doctor í ferðamálafræði og verkefnastjóri hjá Íslenska ferðaklasanum og Einurð.
Melinda Spooner, rannsakandi við NSCAD University í Kanada
Erna Kaaber, doktorsnemi við University of Hildesheim og sérfræðingur hjá RSG
Silvia Ferreira, dósent í félagsfræði við Háskólann í Coimbra
Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst
Nancy Duxbury, aðalrannsakandi við CES og verkefnisstjóri IN SITU
Maria Batle Caldera, miðlunarstjóri IN SITU verkefnisins við CES
Ráðstefnan fer fram á ensku og verður streymt í beinni útsendingu frá Facebook-síðu RSG.
Dagskrá og skráning eru aðgengileg á: https://www.rssg.is/powerrural