fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Örnám í frumkvöðlastarfi fyrir innflytjendur

Háskólinn á Bifröst kynnir nýtt örnám í frumkvöðlastarfi sem kennt er á ensku og sérstaklega hannað fyrir innflytjendur sem vilja taka fyrstu skrefin í átt átt að háskólanámi en um leið kynnast frumkvöðla og nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Suðurnesjakonan Fida Abu Libdeh stofnandi GeoSilica er ein af kennurum en hún er bæði innflytjandi og frumkvöðull og hefur náð langt í frumkvöðlaheiminum.

Um námið:

  • Heiti: Frumkvöðlastarf á Íslandi
  • Tungumál: Kennt á ensku
  • Fjarnám: Þrjú samtengd námskeið, samtals 18 ECTS einingar
  • Tímabil:
    1. ágúst – 30. nóvember 2025
  • Verð: 225.000 kr. (flest stéttarfélög veita styrki til félagsmanna)

Markmið og innihald:
Markmiðið er að auðvelda þeim sem eru ekki íslenskumælandi að hefja háskólanám. Námið veitir þátttakendum aðgang að nýju tengslaneti og hagnýta þekkingu og færni í frumkvöðlastarfi, þar á meðal:

  • Að þróa og staðfesta viðskiptahugmyndir
  • Að nýta hönnunarhugsun í nýsköpun
  • Að kynnast íslensku sprotaumhverfi og stuðningsúrræðum
  • Að öðlast innsýn í fjármögnun og rekstur eigin fyrirtækis

Kennarar:
Námið er kennt af reynslumiklum frumkvöðlum og sérfræðingum:

  • Fida Abu Libdeh, stofnandi GeoSilica Iceland
  • Arnar Sigurðsson, sérfræðingur í skapandi nýsköpun
  • Michael Hendrix, fyrrverandi yfirmaður hjá IDEO (USA) og stofnandi Huldunótna á Íslandi

Skráning og nánari upplýsingar:
Skráning stendur yfir til 10. ágúst 2025.

Nánari upplýsingar og skráning er aðgengileg á vef Háskólans á Bifröst á íslensku og ensku: https://www.bifrost.is/namid/felagsvisindadeild/frumkvodlastarf-a-islandi

Allar frekari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri örnámsins.