fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fasteignaverð á Suðurnesjum hækkar umfram landsmeðaltal

Fasteignaverð á Íslandi hækkar um 9,2 prósent á milli ára og mest á Suðurnesjum og Norðurlandi.

Mikil eftirspurn á íbúðamarkaði í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur hefur valdið því að fasteignamat á Suðurnesjum hækkaði umfram landsmeðaltal á síðasta ári. Þetta kemur fram í fasteignamati fyrir árið 2026 sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur gefið út en íkt og í fyrra hefur HMS hins vegar ákveðið að halda fasteignamati í Grindavíkurbæ óbreyttu á milli ára, þar sem óvissuástand ríkir og engin markaðsvirkni hefur átt sér stað í sveitarfélaginu.

Fasteignaverð á Suðurnesjum er um 22,7% lægra en meðaltal landsins en meðalverð á fermetra er 426 kr. en 551 kr. á landsvísu.

Fasteignaverð er hæst í Vogum og Reykjanesbæ og minnst í Suðurnesjabæ en þar getur haft áhrif fermetrastærð og gerð fasteigna.

Suðurnes fylgir þróun fasteignaverðs á landsvísi en á lægra verðstigi. Munurinn hefur haldist tiltölulega stöðugur sem bendir til þess að verðþróunin á Suðurnesjum spegli almenna þróun en þó með lægra grunnverði.

Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS.