fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Skapandi kraftur á Reykjanesi kynntur á hönnunarmars

Alls tóku 11 hönnuðir af Suðurnesjum þátt í hönnunarmars 2015 undir yfirskriftinni “Upplifðu sköpunarkraftinn á Reykjanesi”.
Sýningin var samstarfsverkefni Maris og Markaðsstofu Reykjaness með góðum stuðningi Höfuðborgarstofu sem lagði til sýningarsal í húsnæði sínu í miðbænum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði sýninguna með pompi og prakt föstudaginn 13 mars og hljómsveitin Klassart tók lagið.
Margir gestir, íslenskir sem erlendir, litu við á sýninguna á hönnunarmars en sýningin mun standa áfram framt il 26. mars n.k. Hvetjum við sem flesta til þess að líta við og kynna sér skapandi kraftinn á Reykjanesi.