fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

23. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

23. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 15. júní 2020, kl. 16:00. Fundurinn er að Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Jón Ben Einarsson, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, Áshildur Linnet, Sveinn Valdimarsson, Gunnar K. Ottósson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Pálsson, Jón B. Guðnason, Ásgeir Eiríksson, Fannar Jónasson, Laufey Erlendsdóttir, Magnús Stefánsson, Gunnar Már Gunnarsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Guðmundur Björnsson boðaði forföll.

Áshildur Linnet varaformaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

  1. Undirritun fundargerðar nr. 22, dags. 24. mars 2020.

Fundargerðin hafði áður verið sent með rafrænum hætti til samþykktar og var samþykkt samhljóða.

  • Stjórnin skiptir með sér verkum.

Samkvæmt tölvupósti dags. 8. júní 2020 frá Suðurnesjabæ er Laufey Erlendsdóttir skipuð í nefndina í stað Ólafs Þ. Ólafssonar.

Svæðisskipulagsnefndin kýs Áshildi Linnet sem formann og Guðmund Pálsson sem varaformann.

  • Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja. Kynning á drögum að svæðisskipulagsyfirlýsingu. Stefán Gunnar Thors frá VSÓ.

Stefán Gunnar fór yfir drög að svæðisskipulagslýsingu sem og tímalínu verkefnisins. Stefán mun senda nefndarmönnum uppfærða lýsingu.

  • Minnisblað um vatnsverndarmál.

Forsvarsmenn HS veitna komu á fund starfshópsins um vatnsverndarmál. Fundarefni var vatnsból á Suðurnesjum. Rætt var mikilvægt þess að hafa aðgengi að vatnsbólum á fleiri stöðum á Reykjanesi er nú er, ekki síst nú í ljósi jarðhræringa í kringum Grindavík.

  • Sameiginleg kortasjá.

Ritari nefndarinnar upplýsti að vinna við kortasjá væri farin af stað og hefðu allir aðilar að Svæðisskipulagi Suðurnesja auk Kadeco samþykkt að taka þátt í verkefninu.

  • Önnur mál.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:15.