8. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
8. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 19. janúar 2017, kl. 15:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Ásgeir Eiríksson, Jón Emil Halldórsson, Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Björnsson, Marta Sigurðardóttir, Guðlaugur M. Sigurjónsson, Einar Jón Pálsson, Kjartan Már Kjartansson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Eftirfarandi boðuðu forföll Fannar Jónasson og Sigrún Árnadóttir
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar frá 28. september 2016.
Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.
2. Endurskoðun svæðisskipulags Suðurnesja. Erindi frá Guðlaugi H. Sigurjónssyni f.h. Reykjanesbæjar dags. 03.01.2017.
Sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar kynnti erindið fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur ekki athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, þ.e.a.s. breytingar á vatnsverndarsvæði á Patterson og veitir Reykjanesbæ heimild til að breyta gildandi Svæðisskipulagi Suðurnesja vegna þessa.
Breytingartillagan verður lögð fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja til staðfestingar þegar hún er tilbúin.
3. Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar.
Fulltrúi Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar fór yfir ferli við vinnu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.
Svæðisskipulagnefnd Suðurnesja harmar þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofunnar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.
Góð samvinna hefur verið á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar í vinnu við aðalskipulagið. Þær tafir sem orðið hafa hamla skipulagi og uppbyggingu í nágrenni flugvallarins. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hvetur Skipulagsstofnun til að hraða afgreiðslu aðalskipulags Keflavíkurflugvallar.
4. Samtal svæðisskipulagsnefnda Suðurnesja og Höfuðborgarsvæðisins.
Formaður Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sagði frá samskiptum sínum við Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins.
Formanni falið að óska eftir fundi með Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins.
5. Önnur mál.
Ekki fleira gert.
Fundi slitið kl. 16:50.