fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

711. stjórnarfundur SSS 18.janúar 2017

Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 18. janúar 2017 kl. 16:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Ísland ljóstengt 2017 – skilmálar styrkúthlutunar til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017.

Styrkjum er skipt á milli landsvæða samkvæmt landfræðilegum mörkum landshlutasamtaka sveitarfélaga.  Að þessu sinni eru 10 mkr. eyrnamerkt Suðurnesjunum.  Umsóknarferli er tvíþætt,  A og B ferli.  Í A ferli eru gögn send inn og þau metin .  Teljist gögnin fullnægjandi fara þau áfram í ferli B.  Samkvæmt tilkynningu sem send var frá Íslandi ljóstengt 2017, uppfyllti umsókn Grindavíkurbæjar þau skilyrði og er því komin áfram í ferli B.

2. Sóknaráætlun Suðurnesja.

a. Tillögur að áhersluverkefnum 2017.
b. Niðurstaða íbúakönnunar á Reykjanesi 2016 – eitt af áhersluverkefnum 2016.
c. Greinargerð vegna starfsgreinakynningar 2016 – eitt af áhersluverkefnum 2016.
d. Greinargerð vegna verkefnisins Úrbætur í menntamálum.
Stjórn S.S.S. samþykkir tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja vegna ársins 2017.  Framkvæmdastjóra er falið að senda tillögurnar til Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

3. Bréf frá Sandgerðisbæ, dags. 02.01.2017.  Erindi – beiðni Öldungaráðs Suðurnesja um styrk.

Einhver sveitarfélög haf nú þegar styrkt verkefnið.  Allar styrkbeiðnir þurfa að koma til stjórnar S.S.S. áður en frárhagsáætlun ársins er unnin.

4. Almenningssamgöngur.
a. Fjöldi farþega á Suðurnesjum árið 2016
b. Þróun farþegafjölda á Suðurnesjum 2015-2016.
Lagt fram.

5. Tölvupóstur frá Ásgeiri Eiríkssyni f.h. Sveitarfélagsins Voga, dags. 16.12.2016. Erindi – Gjaldskrá mál og fleira.

Óskað er eftir því að leið 55 taki hring um götuna Iðndal þegar hún verði tilbúin á þessu ári, a.m.k. í þeim ferðum sem eru fjölmennastar.
 
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að kanna málið í samráði við Strætó b.s

6. Afrit af samkomulagi BHM, BSRB, KÍ, ríkis og sveitarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna.
Lagt fram.

7. Erindi dags frá Íslenskri NýOrku og Orkuseturs, dags. 12.12.2016, v. Kynningarátak fyrir sveitarfélög í tengslum við afhendingu rafpósta frá Orkusölunni.
Stjórn S.S.S. tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

8. Erindi frá Landssamtökum Þroskahjálpar, dags. 07.12.2016.  Erindi – Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Lagt fram.

9. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja.

a. Fundargerð nr. 7, dags. 17.11.2016.
b. Fundargerð nr. 8, dags. 01.12.2016.
Lagt fram.

10. Endurnýjaður samningur við Keili um fargjöld fyrir nemendur í frumgreinadeild Keilis.

Stjórn S.S.S. samþykkir endurnýjaðan samninginn.

11. Önnur mál.

Mennta- og Menningarmálaráðuneytið sendi erindi dags. 11.01.2017, þar sem óskað var eftir því að stjórn S.S.S. tilnefni 4 aðila, 2 aðalmenn (karl og konu) og 2 til vara (karl og konu) í stjórn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 
Málinu frestað til næsta fundar.

Ósk hefur komið frá Innanríkisráðuneytinu, skrifstofu sveitarfélaga og réttinda einstaklinga um að S.S.S. aðstoði verkefnastjórn þess við að skipuleggja fund vegna verkefnisins Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga.  Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að aðstoða verkefnastjórnina sem og að bjóða öllum sveitarstjórnarmönnum og bæjarstjórum sveitarfélaganna á Suðurnesjum á fundinn.  Lagt er til að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:00

Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála vinna nú verkefni um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir ferðaþjónustu um landið (DMP) í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna.  Eigendur verkefnisins telja afar mikilvægt að styrkja tengslin við sveitarfélög í landinu og upplýsa þau nánar um tilgang, markmið og framvindu verkefnisins.  Til að styrkja tengslin hafa fulltrúar Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála áhuga að halda kynningar- og umræðufund um verkefnið fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn sveitarfélaganna. 
Stjórn S.S.S. tekur vel í verkefnið og felur framkvæmdastjóra að vinna verkefnið áfram.

Vorfundur S.S.S. verður haldinn 31. mars.

Næsti fundur stjórnar verður miðvikudaginn 8. febrúar kl. 8:00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:40