fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Stofnfundur Reykjanes Geopark

Þriðjudaginn 13. nóvemer nk. kl. 17:00 verður formlega stofnuð sjálfseignarstofnun um jarðvang á Reykjanesi í fundarsal Bláa lónsins.
Lengi hefur verið unnið að stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umsókn um aðild að Samtökum evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network) sem er hluti sambærilegs net alþjóðlegra jarðvanga undir verndarvæng UNESCO. 
Í undirbúningshópi verkefnisins hafa átt sæti fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum, þ.e. Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Þá hafa komið að verkefninu fulltrúar fræða- og atvinnulífs á svæðinu, þ.e. Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Bláa lónsins, HS Orku, Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs auk Heklunnar – atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Áhersla jarðvangsins er á að byggja upp vandaða ferðaþjónustu og fræðslu tengt einkennum svæðisins, einkum jarðfræðinni, í samvinnu við hagsmunaaðila. Þá mun jarðvangurinn verða öflugt tæki í markaðssetningu á svæðinu.
Allir áhugasamir eru velkomnir!