Styrkir til meistaranema 2016
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki.
Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaáætlun. Við mat á umsóknum verður fyrst og fremst litið til tengsla við byggðaáætlun, nýnæmi verkefnis og hvort til staðar séu möguleikar á hagnýtingu þess.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 31. mars 2016
Sjá nánar hér á heimasíðu Byggðastofnunar.
Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Sveinsdóttir
netfang holmfridur@byggdastofnun.is s:545 8600