fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður úthlutar 54 milljónum

Uppbyggingarsjóður úthlutar 54 milljónum

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað kr. 54.420.000 til verkefna á Suðurnesjum en samtals bárust 55 umsóknir upp á rúmlega 135 milljónir króna.


Alls hlutu 36 verkefni styrk og fara kr. 6.000.000 til fjögurra verkefna sem flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála, 22.220.000 til 17 verkefna sem flokkast undir menning og listir og 26.200.000 í styrki til 15 verkefna sem flokkast undir atvinnu- og nýsköpun.

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem ætlað er að stykja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum og er auglýst eftir umsóknum árlega.

Formaður úthlutunarnefndar Fríða Stefánsdóttir afhenti styrkina en úthlutunarnefnd er skipuð af stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins. Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir.


Stæstu úthlutun fengu verkefnin Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum kr. 5.000.000, Örplast í sjávarlífverum kr. 3.000.000, Veröld vættanna í Reykjanes Geopark kr. 3.000.000, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Norðuróp fyrir uppsetningu á Fiðlaranum á þakinu kr. 3.000.000, Safnahelgi á Suðurnesjum kr. 3.000.000 og útivistarstígur um sjávartengdar minjar í Grindavík.

Úthlutun 2019