fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður úthlutar styrkjum fyrir

Uppbygingarsjóður Suðurnesja úthlutaði sl. föstudag styrkjum fyrir samtals 45 milljónir króna til 39 verkefna.

Auglýst var eftir styrkumsóknum í október sl. og samtals bárust 65 umsóknir og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 167 milljónir króna.
Menning og listir fengu úthlutað 28.000.000 m.kr. og atvinnu- og nýsköpun 17.000.000 m.kr.

Verkefni Uppbyggingarsjóðs eru styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja en ný stefna fyrir 2020 – 2024 er nú í samráði á island.is.

Markmið samnings um Sóknaráætlun Suðurnesja er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Samningurinn tekur mið af þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun, menningarstefnu og annarri stefnu ríkisins eftir því sem við á. Markmiðið er jafnframt að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Sóknaráætlun miðar að því að ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á svæðisbundnum áherslum og markmiðum sem fram koma í sóknaráætlun landshlutans. Í þessu felst að forgangsröðun verkefna taki mið af sóknaráætlun landshlutans sem gerð er til fimm ára.