fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Úrslit Hacking Reykjanes 2022

Úrslit lausnarmótsins Hacking Reykjanes voru tilkynnt í beinu streymi frá Bláa Lóninu um liðna helgi. Verkefnið Hringasveppir bar sigur úr býtum auk þess sem verkefnið Keflvíkingur hlaut hvatningarverðlaun. Hacking Reykjanes er vettvangur fyrir nýjar hugmyndir sem leysa áskoranir svæðisins og fór það fram á netinu dagana 17. – 18. mars á vegum SSS, Hacking Hekla og í samstarfi við öfluga bakhjarla af svæðinu.

Um þrjátíu manns skráðu sig á lausnarmótið þar sem unnið var með fjórar áskoranir á Reykjanesi.

Orka og jarðhiti
Hvernig getum við aukið verðmætasköpun með því að nýta orkuna á Reykjanesi?

Hringrásarhagkerfið og fullvinnsla afurða
Hvernig getum við aukið verðmætasköpun þvert á atvinnugreinar með aukinni fullvinnslu afurða til að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi.

Alþjóðlegur flugvöllur og þjónusta
Hvar liggja tækifærin í nýsköpun og aukinni þjónustu í tengslum við alþjóðaflugvöll, ferðaþjónustu og þjónustu við farþega og flug.

Sjávarútvegur og bláa hagkerfið
Hvernig getum við stuðlað að nýsköpun og þróun í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Þátttakendur hófu leika á fimmtudagskvöldið í hugarflugi og tengslamyndun. Á föstudeginum fengu þau leiðsögn reyndra sérfræðinga af öllu landinu sem skipuðu teymi mentora á lausnarmótinu auk þess sem þau fengu fræðslu í nýsköpunarferlinu og kynningu viðskiptatækifæra. Að lokum kynntu fimm teymi verkefni sín fyrir dómnefnd sem skipuð var Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur formanni Eignarhaldsfélags Suðurnesja, Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska ferðaklasans, Þór Sigfússyni stofnanda Íslenska Sjávarklasans og Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra.

Í dómnefnd sátu Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri íslenska ferðaklasans, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans og Gunnhildur Vilbergsdóttir formaður stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurnesja.

Við viljum þakka öllum bakhjörlum, stuðningsaðilum og dómnefnd fyrir þátttökuna en síðast en ekki síst þátttakendum sjálfum. Sérstakar þakkir fá Bláa Lónið og Kvikan Menningarhús í Grindavík.