fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Úthlutun 2024

Flokkur: Stofn og rekstur.

  1. Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna. Umsækjandi: Suðurnesjabær.

Á nýrri sýningu Byggðasafnsins á Garðskaga “Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna” er skyggnst inn á heimili íbúa í sjávarþorpum á Suðurnesjum.Lögð er sérstök áhersla á þátt kvenna og ósagðar sögur fjölskyldna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

Flokkur: Menning.

2. Merking gamalla húsa í Sandgerði. Umsækjandi: Ásgeir Magnús Hjálmarsson.

Markmið verkefnisins er að varðveita og skrásetja sögu gamalla húsa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.200.000.

3. Glaðheimareitur – Söguskilti.  Umsækjandi: Hilmar E Sveinbjörnsson.

Verkefninu er ætlað að segja sögu þessa græna útivistarreits þar sem áður stóð félagsheimilið Glaðheimar.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.500.000.

4. Suðið – söng- og danskeppni SamSuð. Umsækjandi: Elín Björg Gissurardóttir

Helstu markmið verkefnisins er að fá ungmenni til að koma fram, skapa, treysta á sjálfa sig og rækta hæfileika sína. Með söng- og danskeppni erum við að efla ungmenni í framkomu og eigin sjálfstæði og vinnubrögðum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 400.000.

5. Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær

Verkefnið lýtur að því að skapa vettvang fyrir fjölskyldur á Suðurnesjum til að njóta listsköpunar barna og með börnum með skemmtilegum viðburðum og sýningarhaldi, þeim að kostnaðarlausu.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.800.000.

6. Suður með sjó. Umsækjandi: Páll Ketilsson.

Með sýningu sjónvarpsþáttanna Suður með sjó er verið að vekja athygli á fjölbreyttu mannlífi í sinni víðustu mynd á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.200.000.

7. Kynning á bókmenntaarfinum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir.

Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra, leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs og auka með því þekkingu almennings á bókmenntum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.100.000.

8. Ópera fyrir leikskólabörn – ný sýning.Umsækjandi: Alexandra Chernyshova.

Markmið verkefnisins er að opna töfrahurð óperunnar fyrir leikskólabörnum á Suðurnesjum og kynna óperutónlist fyrir leikskólabörnum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 400.000.

9. Um dauðans óvissan tíma. Umsækjandi: Sólmundur Friðriksson

Verkið „Um dauðans óvissan tíma“ er unnið út frá óútgefnu lagi eftir Sólmund Friðriksson við samnefndan sálm Hallgríms Péturssonar. Um er að ræða heildstætt verk þar sem í gegnum tónlist, texta og myndir er varpað ljósi á tilurð ljóðsins og tíðaranda. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.700.000.

10. Ný grunnsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar. Umsækjandi: Reykjanesbær.

Byggðasafn Reykjanesbæjar mun opna nýja grunnsýningu í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa. Ný grunnsýning er liður í því að mæta kröfum nútímans og hugarfarsbreytingum gagnvart söfnum og hlutverki þeirra. Heimsókn á nýju sýninguna verður áhrifamikil upplifun og sérstök áhersla lögð á að bjóða börn og fjölskyldur velkomin.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.2.000.000.

11. Samkomuhúsið Kirkjuhvoll. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps.

Markmiðið með verkefninu er að varðveita sögulegar minjar í Sveitarfélaginu Vogum og miðla áfram til komandi kynslóða. Byggingarsagan verður varðveitt ásamt sögu hússins og notenda þess.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.700.000

12. Varðveilsa og uppbygging Efra-Sandgerðis. Umsækjandi: Pétur Brynjarsson

Markmið verkefnisins er varðveita elsta húss Sandgerðis, sem byggt var úr strandi James- town árið 1883.  Húsið hefur menningar- og byggingarsögulegt gildi.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.350.000.

13.Sálmaskáldið sr. Hallgrímur Pétursson II. Umsækjandi: Margrét Tómasdóttir

Verkefnið er að þróa áfram og koma upp  sögusýningu um líf, starf og þátttöku sr. Hallgríms Péturssonar og frú Guðríðar Símonardóttur í samfélaginu á Suðurnesjum á árunum 1644-1651.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.500.000.

14. Skáldasuð. Umsækjandi: Gunnhildur Þórðardóttir

Verkefnið Skáldasuð er lítil ljóðahátíð sem verður haldin í Reykjanesbæ í mars 2024 þar sem skáldum frá Suðurnesjum verður fagnað með ýmis konar uppákomum í formi ljóðlestrar á mörgum áhugaverðum stöðum í Reykjanesbæ.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 160.000.

15. Vogar – Upplýsingaskilti. Umsækjandi: Særún Jónsdóttir

Markmiðið með verkefninu er að kynna og sýna upphaf þéttbýlismyndunar í Vogum sem hófst þegar fólk hafði trygga atvinnu af veiðum og fiskvinnslu.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 120.000.

16. Tónleikaröð í Hvalsneskirkju. Umsækjandi og verkefnastjóri: Magnea Tómasdóttir.

Tónleikaröðin, Tónar í Hvalneskirkju, eru tónleikar þar sem fremstu listamenn klassískrar tónlistar koma fram.

Haldnir verða fimm tónleikar. Sumartónar sem eru þrennir tónleikar að sumri annars vegar og hins vegar tvennir tónleikar í aðdraganda hátíða þ.e. á föstu og aðventu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.

17. Óðurinn til gleðinnar. Umsækjandi: Jóhann Smári Sævarsson.

Markmið verkefnisins er auðga menninguna á svæðinu með glæsilegum tónleikum og óperusýningum. Vekja athygli á svæðinu og öllu frábæra listafólkinu sem hér býr. Skapa starfsvettvang fyrir fleiri listamenn og gefa unga fólkinu og nemendum stað til að mennta sig áfram í list sinni og fá tækifæri í heimabyggð. Sótt var um styrk til verkefnisins til tveggja ára.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 í tvö ár. Samtals 4.000.000

18. Blásið í glóðir tónlistararfs Suðurnesja. Umsækjandi: Stórsveit Íslands

Markmið verkefnisins er að viðhalda þeim tónlistarlega menningararfi sem til er á Suðurnesjum og vera í senn hvatning og afþreying fyrir íbúa Grindavíkur og Suðurnesja allra á erfiðum tímum mikilla jarðhræringa og náttúruhamfara. Einnig að veita innblástur þeim sem fást við tónsköpun í dag, með því að minna þá á hlut Suðurnesja í sameiginlegum tónlistararfi Íslendinga allra. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000

19. Grjóthlaðnir garðar. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps

Haldið verður námskeið í hleðslu og viðhaldi grjóthlaðinna garða. Þeir voru mjög einkennandi á bújörðum fyrr á árum, hvort sem var á stórbýlum eða smærri kotum. Efniviðurinn hér á Suðurnesjum var auðfenginn í næsta nágrenni.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 120.000

20. Leiklist fyrir börn á Suðurnesjum. Umsækjandi: Halla Karen Guðjónsdóttir

Verkefnið snýr að því að halda leiklistarnámskeið fyrir börn og ungmenni á Suðurnesjum. Lögð verður áhersla á leiklist, framkomu og söng en markmiðið er að þátttakendur geti, með því að taka þátt í sviðslistum, eflt sjálfstraust sitt og aukið samskiptafærni sína.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.400.000

21. Önnur nánd – landslag og litir í náttúru Suðurnesja. Umsækjandur: Oddgeir Erlendur Karlsson og Sossa Björnsdóttir.

Sýningu á ljósmyndum Oddgeirs Karlssonar og myndverkum Sossu Björnsdóttur af landslagi á Suðurnesjum/Reykjanesi, með áherslu á fjölbreytileika og liti náttúrunnar auk útgáfu bókar.   Gerð kynningarefnis fyrir leik- og grunnskóla á Suðurnesjum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700.000

22. Söngvaskáld á Nesvöllum. Umsækjandi: Dagný Maggýjardóttir

Verkefnið er tónleikaröð fyrir eldri borgara þar sem flutt er tónlist eftir söngvaskáld af Suðurnesjum. Markmið hennar er að miðla ríkum tónlistarlegum menningararfi Suðurnesja og skapa afþreyingu fyrir eldri borgara.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 600.000

23. Tónleikaröð Ellýjar. Umsækjandi: Jóhann Páll Kristbjörnsson

Tónlistarfélagið Ellý mun standa fyrir reglulegum tónlistaruppákomum í Reykjanesbæ með aðaláherslu á innlenda djasstónlist.

Stefna félagsins er að halda átta tónleika á tímabilinu september til apríl ár hvert, ýmist í Bergi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eða í Bókasafni Reykjanesbæjar.Viðburðirnir verða öllum opnir og enginn aðgangseyrir.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000

Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

24. Þróun og Samstarf Fab Lab Smiðja Suðurnesja. Umsækjandi: Vilhjálmur Magnússon

Verkefnið miðar að því að móta öflugt vistkerfi nýsköpunar með samstarfsaðilum og öðrum hagsmunaaðilum Fab Lab smiðju Suðurnesja. Þróað verður virkt samstarfsnet sem tengir saman einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000

25. Fróðleiksfúsi: Þýðingar. Umsækjandi: Daníel Guðmundur Hjálmtýsson

Fróðleiksfúsi er verkefni sem hófst um mitt ár 2022 og er gagnvirk og skemmtileg leið sem þróuð var fyrir yngri gesti og fjölskyldur þeirra, innan veggja Þekkingarseturs Suðurnesja. Þessi hluti verkefnisins er að þýða verkefnið á ensku og pólsku svo hægt sé að bjóða fræðsluna börnum óháð uppruna.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000

26.Póstkort, Vitar á Suðurnesjum og á Reykjanesi. Umsækjandi: Suðurnesjabær.

Markmiðið er að bjóða vandaða og fallega vöru og minjagripi frá Suðurnesjum og Reykjanesi fyrir íbúa og ferðamenn. Vitarnir eru vatnslitateikningar sem framleiddar eru sem póstkort sem bæði má nota sem listaverk á heimili og póstkort til minningar um heimsókn á Suðurnesin og á Reykjanes.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 320.000

27. Stofnun Raungreinabúða á Reykjanesi – Fýsileikakönnun. Umsækjandi: Ólafur Jón Arnbjörnsson.

Að kanna grundvöll að stofnun  kynningar- og fræðsluaðstöðu um raun-,  verk- og tæknigreinar,  tengt náttúru, auðlindum og atvinnulífi á  Reykjanesi  undir merkjum Raungreinabúða á Reykjanesi.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000

28. Virkniþing Suðurnesja 2024. Umsækjandi: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir

Markmið og tilgangur með Virkniþingi Suðurnesja er auka virkni íbúa, með sérstakri áherslu á nýja íbúa og hvetja þá til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Jafnframt er tilgangurinn að auka vitund almennings og fagfólks á framboði á fjölbreyttum virkniúrræðum og tómstundum á Suðurnesjum og skapa tengsl milli ólíkra aðila sem  bjóða upp á tómstundir og virknistarf á Suðurnesjum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

29. Snjallar hraðahindranir. Umsækjandi: Íslandshús ehf.

Í verkefninu verða þróaðar nokkrar stærðir/breiddir af forsteyptum einingar sem raðað verður saman til að mynda heilstæða hraðahindrun sem nær yfir akbraut. Hverja einingu á síðan að vera unnt að fjarlægja vegna slits og skipta út eftir því sem þörf er á. Gagnvirk ljósastýring verður þróuð og útfærð til að nota með hraðahindrun sem jafnframt getur verið notuð sem gangbraut yfir veg.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

30. Heilsuefling fyrir eldri borgara 65+ í Grindavík. Umsækjandi: Janus Friðrik Guðlaugsson

Verkefnið snýst um að koma til móts við andlega, félagslega og líkamlega heilsu og velferð eldri Grindvíkinga, 65 ára og eldri, í ljósi náttúruhamfara og hvar sem þeir dveljast á Íslandi.

 Að gefa þessum aldurshópi kost á sérhæfðri fræðslu sem tengd er líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

31. Markaðssetning á vörum Litla Brugghússins. Umsækjandi: Litla brugghúsið.

Verkefnið lítur að markaðssetningu á bjórum og vörum fyrirtækisins sem eiga sér skírskotun í kennileiti á svæðinu og eldsumbrot sem hafa verið á Reykjanesinu síðustu rúm tvö ár. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

32. Málhljóðavaktin, þjálfun í íslenskum framburði og læsi. Umsækjandi: Bryndís Guðmundsdóttir.

Markmið verkefnisins er að þróa nýja veflausn og færa viðurkennd íslensk smáforrit yfir á nýja miðlunarleið sem verður aðgengileg öllum skólum og fjölskyldum án

kostnaðar. Þá er markmiðið að þróa leiðbeiningar með efninu fyrir skóla og foreldra  í samstarfi talmeinafræðings og skóla á Suðurnesjum og víðar.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

33. Frá Höllu. Umsækjandi: Halpal veitingar ehf.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir vörum frá Hjá Höllu á fleiri stöðum en á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík.

Með hjálp frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja ætlum við mæta þessari eftirspurn og auka framleiðslugetuna og framboðið til þess að geta dreift vörunum víðar.

Ákveðinn gæðastimpill hefur fylgt vörum frá Hjá Höllu þar sem viðskiptavinir geta treyst að þær eru bæði úr besta mögulega hráefni, gerðar frá grunni án aukaefna og séu hollari valkostur.

Vöruhönnun og grafísk úrvinnsla á umbúðum mun endurspegla þessa gæðastefnu.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.500.000.

34. Snjallleiðsögn á áningastöðum á Reykjanesi.Umsækjandi: Markaðsstofa Reykjaness

Um er að ræða snjallleiðsögn fyrir gesti Reykjanessins. Þannig að þegar gestir heimsækja áningastað sem hefur sérstakan QR kóða, geta þeir skannað hann og séð þá mynd, myndband eða frekari texta og lýsingar á staðnum í gegnum símana sína.

Verkefnið miðar jafnframt að því að setja upp gagnagrunn og vefsvæði með efni um allt að 20 áningastaði á Reykjanesi sem gestir svæðisins geta nálgast þegar þeir heimsækja svæðið.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

35.VIGT | Markaðssetning og endursala. Umsækjandi: VIGT ehf.

VIGT er íslenskt vörumerki sem framleiðir húsgögn og heimilismuni.

VIGT veitir viðskiptavinum sínum einstaka upplifun með staðbundinni framleiðslu, hefð og handverki.

Markmið verkefnisins er að koma vörum VIGT í endursölu, á Íslandi og/eða á Norðurlöndunum, með áherslu á frekari markaðssetningu og viðeigandi umbúðir.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.800.000.

Siglingahermir Fisktækniskóla Íslands. Umsækjandi: Fisktækniskóli Íslands ehf.

Markmið verkefnisins er að eignast siglingahermi til að efla þjálfun og öryggi sjómanna um allt land. Hermirinn mun einnig styðja sjálfbærni Fisktækniskólans varðandi kennslu í Smáskipanámi – Skipstjórn og færa skólanum nýjan tekjustraum með tækifæri á útleigu á þessum búnaði til annarra fræðslustofnana og verkmenntaskóla sem eru að rekast á sömu hindrunina, þ.e. erfiðleika að fá úthlutaðan tíma til kennslu í siglingahermi.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 4.000.000.

37. Vegskáli. Umsækjandi: Ásgeir Halldórsson.

Markmið verkefnisins er að þróa einingar sem hægt er að steypa og reisa með stuttum fyrirvara yfir mikilvæga innviði til verndar gegn hraunflæði.

Verkefnið Vegskáli byggist á að eiga tilbúið viðbragð sem hægt er að grípa til ef hraunflæði ógnar mikilvægum innviðum.

Hugmyndafræðin er að reisa varnarvirki yfir mikilvæga innviði s.s. vegi, lagnir o.fl. og láta hraun renna yfir, þannig að viðkomandi innviðir séu heilir undir og nothæfir.

Verkefnið byggir á notkun sjálfberandi forma, hraðharðnandi sements, trefjastyrkinga og staðbundinna fylliefna.

Útgangspunktur verkefnisins er steypt í dag – reist á morgun.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 5.000.000 og er stærsti styrkur Uppbyggingarsjóðs frá upphafi.