Vaxandi Reykjanesskagi
Húsnæðis og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir kynningarfundi í Reykjanesbæ þann 25. nóvember sl. í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir yfirskriftinni: Vaxandi Reykjanesskagi – hvernig íbúafjödi og atvinnulíf mótar framtíðina.
Á fundinum var farið yfir þróun íbúafjölda og metin íbúðaþörf til framtíðar. Þar kom fram að þrátt fyrir gífurlega íbúafjölgun hefur sveitarfélögum á Suðurnesjum tekist að uppfylla íbúðaþörf að mestu fram að þessu. Áætlað er að íbúðaþörf á Suðurnesjum aukist um 668 íbúðir á næstu tveimur árum samkvæmt húsnæðisáætlunum 2024. Fjöldi íbúða í byggingu fækkar örlítið á milli ára og eru nú 531 íbúðir í byggingu á Suðurnesjum en Reykjanesbær er eitt af fáum sveitarfélögum þar sem földi íbúða í byggingu voru fleiri en í fyrra. Meirihluti þeirra er á fyrri framkvæmdastigum sem er jákvætt.
Nú er verið að uppfæra mannfjöldaspá en þar þurfa að mati HMS allir aðilar að koma að borðinu og ganga í takt, sveitarfélög, ríki, byggingarfélög og fleiri. Gert er ráð fyrir um 350 íbúðum á ári og 1.600 á næstu 5 árum. Um þessar mundir er fundað með öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum til þess að uppfæra upplýsingar um íbúðaruppbyggingu og íbúðaþörf skv. endurskoðun á húsnæðisáætlunum fyrir 2025.