fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vel sóttir fundir um ferðamál

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum buðu í febrúar til opinna funda um ferðamál á Reykjanesi.

Á fundunum var staða ferðaþjónustunnar á Reykjanesi rædd og farið yfir þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Þá var starfsemi Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark kynnt, sem og verkefni og stefnur sveitarfélaganna í ferðamálum.

Að loknum stuttum kynningum var opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður.