fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ný stjórn kosin á ársfundi byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafirði þriðjudaginn 25. apríl sl.

Á fundinum flutti Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri ræðu fyrir hönd Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auk Herdísar Á. Sæmundardóttir formanns stjórnar og Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra Byggðastofnunar sem fór yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu.

Á fundinum fluttu Hjördís Rut Sigurjónsdóttir sérfræðingur hjá Nordregioa, Dr. Lars Gunnar Lundsten forseti félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, Anna Lea Gestsdóttir og Sigurður Árnason sérfræðingar á þróunarsviði Byggðastofnunar og Arnar Már Elíasson forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar erindi.

Á fundinum var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í sjöunda sinn. Að þessu sinni hlaut athafnamaðurinn Hörður Davíðsson í Efri-Vík í Skaftárhreppi viðurkenninguna.

Þá var tilkynnt um úthlutun úr Byggðarannsóknarsjóði og voru eftirfarandi verkefni styrkt:

  • Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi. – Styrkupphæð 3 m.kr. Styrkþegi er Árún Kristín Sigurðardóttir.
  • Lögreglan í landsbyggðunum. – Styrkupphæð 2 m.kr. Styrkþegi er Guðmundur Ævar Oddsson.
  • Möguleikar sjávarlíftækni til atvinnusköpunar á landsbyggðinni. – Styrkupphæð 1,5 m.kr. Styrkþegi er Hjörleifur Einarsson.
  • Samspil ímyndar, sjálfsmyndar, fjölmiðlaumfjöllunar og markaðssetningar í ferðaþjónustu. – Styrkupphæð 1 m.kr. Styrkþegi er Jón Jónsson.
  • Svæðisbundin munur á ánægju og aðlögun innflytjenda. – Styrkupphæð 2,5 m.kr. Styrkþegi er Markus Hermann Meckl.

Þá var einnig tilkynnt um styrki til meistaranema en að þessu sinni var einni milljón króna

  • Upplifun ungmenna í jaðarbyggð af eigin námsgetu og námsumhverfi. Ásdís Ýr Arnardóttir – Styrkupphæð kr. 350 þúsund.
  • Strategy planning for local ice cream manufacturing. Helgi Eyleifur Þorvaldsson  – Styrkupphæð kr. 350 þúsund.
  • Self-esteem and its impact among Eastern European women living in Northern Iceland. Aija Burdikova  – Styrkupphæð kr. 150 þúsund.
  • Arabic women in Akureyri. Fayrouz Nouh – Styrkupphæð kr. 150 þúsund.

Ný stjórn Byggðastofnunar var einnig tilkynnt en í henni sitja:

  • Illugi Gunnarsson, Reykjavík
  • Rakel Óskarsdóttir, Akranesi
  • Róbert Guðfinnsson, Siglufirði
  • Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnarsstöðum
  • Karl Björnsson, Reykjavík
  • Einar E. Einarsson, Syðra-Skörðugili
  • Ingunn Guðmundsdóttir, Selfossi