fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Styrkur til að efla færni á vinnumarkaði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óskar eftir umsóknum til að styðja við nýtt átak, „Upskilling Pathways“ sem snýr að því að fjölga úrræðum og leiðum fyrir þá sem helst þurfa á því að halda að efla færni sína á vinnumarkaði.

Úrræðin byggjast á þremur þáttum:

1. Stöðumat færni
2. Sérsniðin úrræði eða námsleiðir
3. Mat eða viðurkenning

Umsóknarfrestur er til 30. júní 2017. Verkefni skulu hefjast síðla árs 2017 eða í byrjun árs 2018.

Hægt verður að taka þátt í vefstofu þann 16. maí frá 12:00 til 14:00  að íslenskum tíma (14.00 – 16:00 að Brusselskum tíma) til þess að fá frekari upplýsingar um umsóknarferlið. Til að skrá þátttöku vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið empl-vp-2017-011@ec.europa.eu.