fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nýbyggingar og fasteignaverð á Suðurnesjum

Hlutfall nýbygginga 2009 – 2011 var næst hæst á Suðurnesjum á eftir höfuðborgarsvæðinu en dróst mikið saman  2012 – 2014. Breyting á byggingarmagni milli þessara tveggja tímabila var veruleg en samdráttur var á seinna tímabilinu bæði á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega á Suðurnesjum.

Þetta kemur fram í stöðugreiningu Byggðastofnunar um byggðaþróunar á Íslandi sem kom út á vordögum.

Nýbyggingar hvers landshluta 2012-2014 eru mestar á Suðurlandi þegar miðað er við íbúafjölda og þar á eftir á Norðurlandi vestra, Austurlandi og Vesturlandi. Þrátt fyrir mikinn samdrátt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum var meira byggt í þeim landshlutum á hvern íbúa en á Vestfjörðum þar sem minnst var byggt.

Fasteignaverð í Reykjanesbæ hefur farið mjög hækkandi eins og á Selfossi, Sauðarkróki og Siglufirði en það hefur lækkað í Grindavík. Fasteignagjöld hafa hækkað á öllum stöðum frá 2014-2016 en gjöldin voru hæst í Reykjanesbæ 2016.