fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Heimagisting einfölduð

Krafa um starfsleyfi heilbrigðisnefndar vegna heimagistingar hefur verið felld niður með breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku. Breytingin tekur gildi 1. júlí næstkomandi.

Breytingin lýtur eingöngu að heimagistingu, sem er gisting á lögheimili einstaklings eða einni annarri fasteign sem hann hefur persónuleg not af, t.d. sumarbústað í hans eigu. Er hámarks leigutími samtals 90 dagar.

Þeir sem vilja leigja út heimili sitt í 90 daga eða skemur þurfa því aðeins að skrá fasteignina hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eða á miðlægu vefsvæði sé það fyrir hendi og greiða fyrir það átta þúsund krónur. Greiða þarf skatta af leigutekjunum eins og áður.

Upplýsingar um gistileyfi