fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Tækniþróunarsjóður úthlutar styrkjum

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 700 milljónum króna. Þá er einnig búið að veita 15 styrki til einkaleyfisumsókna. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Alls voru umsóknir 377 sem er 17% aukning frá sama tíma í fyrra.

Konur voru 37% þeirra sem fengu styrki ef miðað er við kyn verkefnisstjóra. Verkefnisstjóri er ábyrgðarmaður gagnvart sjóðnum, en almennt er styrkjum úthlutað til lögaðila. Alls eru 90% verkefnisstjóra meðal styrkþega staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, en það er svipað hlutfall og verið hefur.

Verkefnin eru af öllum sviðum atvinnulífsins og á myndinni hér fyrir neðan má sjá atvinnugreinaflokkun verkefnisstyrkja í samhengi við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Nánar