fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sameiginlegur persónuverndarfulltrúi sveitarfélaga

Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem gilda mun á Íslandi gerir auknar kröfur til sveitarfélaga sem vinna með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum vegna lögbundinna verkefna, s.s. í leik- og grunnskólarekstri, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingum og starfsmannahaldi.

Því hefur stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lagt til að sveitarfélögin á Suðurnesjum ráði sameiginlegan persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum og stofnanir þeirra.  Lagt er til að persónuverndarfulltrúinn verður staðsettur hjá SSS og hefur framkvæmdastjóra verið falið að óska eftir viðbrögðum sveitarfélaganna og sameiginlegra rekinna stofnanna.

Áætlaður kostnaður sveitarfélaga við innleiðingu á persónuverndarlögum er talinn nema um 680 – 980 m.kr. en fastur rekstrarkostnaður eftir innleiðingu er áætlaður í kringum 380 m.kr. á ári. Kostnaður sveitarfélga felst m.a. í því að þau þurfa að kortleggja alla vinnu persónuupplýsinga, þjálfa starfsmenn, útbúa ferla og stöðluð skjöl, gera nýja samninga við vinnsluaðila og ráða persónuverndarfulltrúa.

Hlutverk persónuverndarfulltrúa er m.a. að fylgjast með að stofnanir uppfylli skyldur sínar gagnvart reglugerðinni.