Suðurnesin skora á ríkisstjórn að bregðast hratt við
Stjórn Heklunnar og Markaðsstofa Reykjaness lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála vegna Covid19 en atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú hæst á landinu og mælist tæplega 20% í Reykjanesbæ. Atvinnuleysi í Sveitarfélaginu Vogum er 13,4%, 9,4% í Grindavík og 14,9% í Suðurnesjabæ.
Stjórnin tekur undir bókanir aðilarsveitarfélaganna á Suðurnesjum, þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að ráðast í aðgerðir til hjálpar þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem sóttvarnaraðgerðir bitna hvað harðast á.
Allir skilja að skilja þörfina fyrir sóttvarnaraðgerðir en ekki er hægt að láta einstaka landshluta bera stærstan hluta þess efnahagslega skaða sem óneitanlega hlýst að af þessum aðgerðum.
Stjórn Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness hvetur ríkisstjórn Íslands og þingmenn svæðisins til dáða og bendir á að hægt sé að ráðast í fjölmörg atvinnuskapandi verkefni með litlum fyrirvara og nú ríði á að allir rói í sömu átt til þess að lágmarka skaðann.
Bæjarstjórar á Suðurnesjum auk framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum munu fara á fund forsætisráðherra í næstu viku þar bókun stjórnar verður komið á framfæri.
Atvinnuleysistölur á Suðurnesjum
Apríl | Maí | Júní | Júlí | Ágúst (áætlun) | Sept. (áætlun) | |
Reykjanesbær | 13% | 14,4% | 15,9% | 18,%2 | 19,6% | 19,8% |
Grindavíkurbær | 7% | 7,1% | 7,3% | 8,7% | 9,4% | 9,4% |
Sveitarfélagið Vogar | 9,9% | 10,6% | 11,8% | 12,3% | 13,2% | 13,4% |
Suðurnesjabær | 11,2% | 11,3% | 12,1% | 13,7% | 14,%7 | 14,9% |