fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Atvinnulífið kallar eftir sjálfstæðu fólki með frumkvæði

Fyrirtæki á landsbyggðinni vantar fólk með ýmsa færni sem fæst ekki endilega í skólakerfinu.

Þetta kemur fram í fyrirtækjakönnun sem unnin var fyrir atvinnuþróunarfélög landshluta en þar var m.a. spurt um þekkingarþörf á atvinnumarkaði.

Könnunin var unnin af Vífli Karlssyni hagfræðingi og ráðgjafa hjá SSV og dósent við HA.

Mest er þörfin eftir fólki sem hefur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt en þar á eftir kemur fólk með reynslu í sölumennsku og almenna tölvufærni. Fólk með starfsreynslu og hæfni í mannlegum samskiptum eru eiginleikar sem koma svo fast á hæla þeirra.

Eftirspurn eftir menntun í tækni, trésmíði og vélstjórn jókst mest á árinu á meðan eftirspurn eftir menntun í leiðsögn, meiraprófi og tölvunarfræði minnkaði.

Mest er þörfin í ferðaþjónustu og sjávarútvegi.

Tekið er fram að upplýsingarnar sýna stöðuna fyrir Covid-19 en stuðst er við fyrirtækjakannanir landsbyggðanna haustið 2018 og 2019. Rúmlega 3.600 svör bárust í báðum könnunum.

Fyrirtækjakönnun landshluta 2019