fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

704. fundur S.S.S 15.júní 2016

Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. júní 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:.
1. Bréf frá Ríkiseignum, dags. 10.05.2016, v.Beitarréttar í landi Krísuvíkur og Stóra-Nýjabæjar.
Í svari Ríkiseigna, dags. 10.05.2016 , kemur fram að stofnunin geri ekki athugasemdir við framsal á beitarrétti Héraðsnefndar Suðurnesja til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, enda fari framsalið fram í samræmi við ákvæði laga, einkum sveitarstjórnalaga nr. 138/2011. 

2. Tölvupóstur dags. 01.06.2016 frá Nefndarsviði Alþingis, beiðni um umsögn tillögu til þingsályktunar um staðfestingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur, 783.mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/1338.html.
Lagt fram.

3. Erindi dags. 04.06.2016 frá Guðjónínu Sæmundsdóttur, f.h Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.  Beiðni um þjónustusamning.
Erindið móttekið og er því vísað til umfjöllunar í Fjárhagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. 

4. Tölvupóstur dags. 31.05.2016 frá Ferðamálasamtökum Reykjaness, beiðni um tilnefningu varamanns í stjórn.
Stjórn S.S.S. tilnefnir þau Lúðvík Júlíusson sem aðalmann og Guðbjörgu Eyjólfsdóttur til vara í stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness.

5. Fundargerð Heklunnar nr. 50, dags. 03.06.2016.
Lögð fram.  Stjórn S.S.S. óskar eftir því að fá kynningu frá H & N í haust um stöðu ímyndarverkefnisins.

6. Fundargerð fjórða ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja, dags. 27.04.2016.
Lögð fram.

7. Önnur mál.
Formaður stjórnar sagði frá sumarfundi Landshlutasamtakanna sem haldinn var daganna 10.-11. júní á Egilsstöðum.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn miðvikudaginn 10. ágúst.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05.