fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Evrópuráðstefna jarðvanga á Íslandi 2024

Evrópuráðstefna UNESCO jarðvanga á Reykjanesi verður haldin á Reykjanesi árið 2024.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á mikilvægt starf jarðvanga um allan heim og hvaða tækifæri felast í því að starfrækja Jarðvanga á Íslandi. Að efla jákvæða ímynd svæðisins og auka opinbert fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar til svæðisins.

Mikilvægt er að kynna Reykjanes jarðvang fyrir heimamönnum, ríkisstjórn og ráðamönnum, fræðasamfélagi og almenningi samhliða því að halda 17. Evrópuráðstefnu UNESCO jarðvanga á Reykjanesi. Mikilvægt er að varpa ljósi á mikilvægt starf jarðvanga um allan heim og hvaða tækifæri felast í því að starfrækja Jarðvanga á Íslandi. Að efla jákvæða ímynd svæðisins og auka opinbert fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar til svæðisins.

Annað hvert ár er Evrópuráðstefna UNESCO jarðvanga haldinn og árið 2024 verður hún haldin á Reykjanesi. Hluti kostnaðar við ráðstefnuna er ekki innifalinn í þátttökugjaldi og þarf að brúa bilið með verkefnastyrkjum svo að vel takist til. Við undirbúning ráðstefnunnar verður Reykjanes jarðvangur gerður tilbúinn til að taka á móti þátttakendum s.s. með aðgerðum úti á ferðamannastöðum og í markaðsefni og öðrum merkingum. Þá verður unnið að því að skapa umtal og umfjöllun um viðburðinn og það mikilvæga starf sem jarðvangurinn vinnur að á Reykjanesi sem og aðrir jarðvangar um allan heim.

Verkefnið snýr að því að undirbúa bæði ráðstefnuna og svæðið sem tilheyrir Reykjanesi Geopark. Verkefnastyrkur verður nýttur í:
* Markaðsefni v. ráðstefnu
* Fastan kostnað við ráðstefnu
* Kynning á Reykjanes Geopark í Leifstöð

Lokaafurð verkefnisins er vel heppnuð ráðstefna sem skilur eftir sig meiri þekkingu á jarðvöngum á Reykjanesi og á Íslandi. Að samfélagið þekki tækifærin sem felast í því að starfrækja jarðvang á svæðinu. Að Reykjanes Geopark hafi skapað umtal og umfjöllun um mikilvægi varðveislu jarð-, sögu- og menningarminja á svæðinu.
Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 39.012.400,- beinn kostnaður fyrir utan vinnuframlag miðað við 400 þátttakendur. Framlag úr Sóknaráætlun Suðurnesja 2024 er kr. 5.000.000,- auk kr.10.000.000,-samnings við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vegna verkefnins.