fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Dagskrá jarðvangsviku 2013 tekur á sig mynd

Reykjanes jarðvangur stendur fyrir sinni fyrstu jarðvangsviku 10.-20. maí. Sambærilegar jarðvangsvikur eru haldnar í öllum jarðvöngum Evrópu í maí og júní ár hvert. Meðal þess sem boðið verður uppá í fyrstu jarðvangsvikunni á Reykjanesi er:               •             Réttir úr fyrsta flokks hráefni úr Reykjanes jarðvangi í boði á veitingastöðum á svæðinu•             Vörur framleiddar á Suðurnesjum  áberandi í verslunum á svæðinu•             Skógfellsstígur milli Voga og Grindavíkur skokkaður 11. maí•             Tjaldsvæðin á Suðurnesjum opna formlega•             Ókeypis aðgangur á söfn og sýningar 11. maí•             Göngustígur milli Grindavíkur og Bláa Lónsins opnaður formlega•             Heklugos, sumarhátíð hönnuða á Suðurnesjum 16. maí•             Hreinsunarátak á Suðurnesjum 17.-20. Maí
Dagskrá vikunnar má nálgast á vefnum reykjanes.is á næstu dögum.