Eldgos hafið að nýju á Reykjanesi
Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgígaröðina Miðvikudaginn 20. nóvember og er það sjöunda á þessu ári og tíunda frá því að gos hófst í Geldingadölum 2021.
Til að aðstoða starfsmenn í ferðaþjónustu við að leiðbeina gestum um svæðið vegna gossins mælir Markaðsstofa Reykjaness með því að nýta eftirfarandi vefsíður:
- Visitreykjanes.is – í síðum visitreykjanes.is má nálgast upplýsingar um opnanir og aðgengi að áningastöðum á svæðinu og kort með upplýsingum um útsýnisstaði og aðgengi á meðan á gosi stendur.
- Ferdamalastofa.is – Ferðamálastofa birtir stöðuskýrslur reglulega um aðstæður og framgang gossins. Eins koma reglulega fréttir á ensku sem hægt er að deila með endursöluaðilum.
- Visiticeland.com – birta upplýsingar eldgosið þar sem lögð er áhersla á öryggi og aðgengi að Íslandi sem áfangastað. Þessar upplýsingar geta nýst vel til erlendra viðskiptavina.
- Safetravel.is – upplýsingar um öryggi og aðgengi þegar eldgos er í gangi.
- road.is – upplýsingar um opnanir og lokanir vega á svæðinu. Ekki koma fram nákvæmar upplýsingar um staðsetningu lokunarpósta en þær upplýsingar má finna inn á visitreykjanes.is.
- Samgöngustofa.is – veitir upplýsingar um stöðu á t.d. drónabanni í og við gosstöðvarnar.
Þá birtir Veðurstofan að venju upplýsingar um eldgosið sjálft reglulega og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum upplýsingar um aðgengi.