fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Facebook-leikur Reykjanes jarðvangs og Markaðsstofu Reykjaness

Mánudaginn 2. júní nk. fer í loftið skemmtilegur spurningaleikur á Facebook síðu „Reykjanes Geopark – Iceland“.  Leikurinn miðar að því að gestir síðunnar geta með því að svara nokkrum léttum spurningum um Reykjanesskagann unnið glæsilega vinninga í lok sumars. Af og til í sumar verða þó dregnir út skemmtilegir aukavinningar. Við ætlum að miða við að draga vikulega en það verður einnig unnið í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu, í tengslum við bæjarhátíðir eða jafnvel góða verðurspá framundan. Möguleikar þátttakenda á vinningi aukast eftir því sem fleiri spurningum er svarað. Leikurinn er á íslensku og verður sem app á facebook síðu jarðvangsins og markaðsstofunnar. Leikurinn er unnin í samstarfi við Pipar/TBWA og er markmiðið að auka vitund ferðamanna en ekki síst heimafólks á því sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða. Þetta er því liður í bæði ytri og innri markaðssetningu á svæðinu. Fyrirtækjum á Reykjanesi gefst kostur á að taka þátt í leiknum og fá á móti kynningu á fyrirtækinu. Ef þitt fyrirtæki vill taka þátt í leiknum með því að gefa vinninga í leikinn er enn möguleiki á því. Vinningarnir geta verið í hvers konar formi sem hentar fyrirtækinu.
Viðbrögð fyrirtækja á Reykjanesi hafa verið framar vonum og höfum við nú þegar fengið glæsilega vinninga frá eftirfarandi fyrirtækjum:
Bláa Lónið – Fjórhjólaævintýri í Grindavík – Gistiheimilið A10 Deluxe Keflavík – Hótel Keflavík – Norðurflug – Flugakademía Keilis – Grindavíkurbær – Rokksafn Íslands – Þekkingarsetrið í Sandgerði.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við Þuríði hjá markaðsstofu Reykjaness, thura@visitreykjanes.is og síma 899 3696 eða Eggert hjá jarðvanginum, eggert@heklan.is og síma 865 0023.