Markaðssetning á Reykjanesi – Morgunverðarfundur 3. júní
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur standa fyrir kynningarfundi um markaðssetningu á Reykjanesskaganum. Á fundinn mætir Unnar Bergþórsson, verkefnastjóri hjá Pipar/Travel og fer yfir það hvernig Reykjanes jarðvangur getur gagnast fyrirtækjum í markaðssetningu sinni. Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness mun fara yfir stefnumótunarvinnu síðasta vetrar og helstu verkefnin framundan.
Fundurinn fer fram í Eldey, þróunarsetri þriðjudaginn 3. júní kl. 8:30.