fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Starfsgreinakynning fyrir nemendur á Suðurnesjum

Starfsgreinakynning fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum er haldin í Reykjanesbæ í dag.Alls taka 60 einstaklingar og fyrirtæki þátt þar sem nemendur fá að kynnast fjölbreyttum störfum og því námi sem liggur að baki.
Markmið starfskynningarinnar er að efla starfsfræðslu fyrir elstu bekki grunnskóla á Suðurnesjum, stuðla að aukinni starfsvitund og skýrri framtíðarsýn m.a. vegna þess að hlutall nemenda í 10. bekk sem heldur áfram námi að loknum grunnskóla er lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu.Starfskynningin er liður í Sóknaráætlun Suðurnesja á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og í samstarfi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.Meðal starfa sem kynnt verða eru:  arkitekt, bakari, bifvélavirki, dýralæknir, fatahönnuður, félagsráðgjafi, flugmaður, leikskólakennari, ljósmóðir, prestur og þyrluflugmaður.