fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Félagafundur og málþing Samtaka um söguferðaþjónustu í Reykjanesbæ

Árlegur félagafundur samtaka um söguferðaþjónustu og málþing SSF verður haldið í Reykjanesbæ 28. febrúar-1. mars.
 
Boðið er uppá mjög áhugaverða dagskrá og mun Reykjanesbær bjóða þátttakendum bæði í skoðunarferð, undir leiðsögn Hjálmars Árnasonar, og léttar veitingar að loknu málþingi á föstudeginum. Þá mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar – og viðskiptaráðherra mæta og skrifa undir stuðningssaming við SSF vegna 2014.
 
Samtökin vonast til að sjá sem allra flesta og einnig mögulega framtíðarfélaga – þar sem ákveðið hefur verið að allir sem vinna með sögu Íslands frá landnámi til okkar tíma í ferðaþjónustu geti gengið í í samtökin.  Þó er líklegt að kynningarefni verði tvískipt eða meira eftir tímabilum. En það verður m.a. rætt á fundinum. 
 
Hótel Keflavík (www.kef.is) býður þátttakendum upp á gott tilboð í gistingu og veitingar sbr. hér að neðan.
– Eins manns herbergi 10.800 kr á mann með morgunverði
– Tveggja manna herbergi 12.800 kr á mann með morgunverði (aukanótt með morgunverði á 8.800 kr fyrir eins manns og 10.800 fyrir tveggja mann herbergi)
– Tveggja rétta kvöldverður 28. feb.   4.800 kr
– Hádegisverður 1. mars 1.800 kr
Auk þess verður hádegisverður í Víkingaheimum 28. feb. á um 2.000 kr
 
Allur pakkinn því á um 19.000 kr á mann í eins manns herbergi og um 15.000 kr í tveggja manna herbergi.
 
SKÁIÐ YKKUR ENDILEGA SEM ALLRA FYRST þar sem þau herbergi sem við tókum frá gætu fljótlega klárast. En þó ætti að vera möguleika á að fá fleiri ef svo verður – en ekki endlega á sama verði.
 
SKRÁNING:
Sendið póst á Rögnvald (rognv@hi.is) eða hringið í s. 693 2915 til að staðfesta þátttöku og eins hvort þið ætlið að þiggja tilboðið á Hótel Keflavík (gistingu og/eða máltíðir).
 
Bestu kveðjur. Fyrir hönd stjórnar SSF.
 
Rögnvaldur Guðmundsson
formaður
s. 693 2915
www.sagatrail.is 
 
DAGSKRÁ

 
Samtök um söguferðaþjónustu
félagsfundur og málþing í Reykjanesbæ  28. febrúar – 1. mars 2014
 
28. febrúar
Félagsfundur í Víkingaheimum
 
10.00 Félagsfundur hefst
Þátttakendur kynna sig.
Staða mála hjá SSF: formaður, gjaldkeri o.fl.
Stjórn kynnir tillögur sínar um stækkun samtakanna.
Sigrún Þormar kynnir nýja skartgripi SSF (söluvara).
Kynning á nýjum umsóknum í samtökin.
 
10.50 Bergsveinn Þórsson, formaður Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS). 
Um FÍSOS og mögulega þátttöku í SSF.   
 
11.05 Sveinn Birkir Björnsson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. 
Ný heimasíða Íslandsstofu og SSF. 
 
11.20 Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar. 
Menningarlíf Reykjanesbæjar – hlutverk í ferðaþjónustu.
 
11.35 Hópastarf (4 hópar):
Stækkun SSF – útfærsla
Kynningar- og markaðsmál
Söguslóðahringir og vöruþróun
Fræðslu- og gæðamál                    
 
12.15 Hádegisverður  
 
12.50 Skoðunarferð í boði Reykjanesbæjar. Leiðsögumaður: Hjálmar Árnason Víkingaheimar, Duus hús, Hjómahöllin og vallarsvæðið (íbúð Kanans, Patterson flugvöllurinn, Officeraklúbburinn, Hekla á Ásbrú – frumkvöðlasetur). 
 
MÁLÞING:  Grunnur og efling söguferðaþjónustu á Suðurnesjum
 
16.00 Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Saga Suðurnesja fyrir ferðamenn. 
 
16.25 Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar. 
Rokksýning Íslands og tónlist sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Reykjanesbæ.
 
16.45 Kaffi í boði SSF
 
17.10 Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja.
Íbúð Kanans – lífið á vellinum. Tilurð og hlutverk.
 
17.30 Gísli Sigurðsson, próf. hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Hugmynd um námskeið í héraðssögu fyrir landsmenn.
 
17.50 Málþingslok 
 
18.00 Léttar veitingar í boði Reykjanesbæjaer. Ávarp:  Árni Sigfússon, bæjarstjóri. 
Undirritun samnings á milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins  og SSF.
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður SSF.  
 
20.00 Kvöldverður á Hótel Keflavík
Söguleg skemmtan að hætti Suðurnesjamanna og SSF. 
 
1. mars Hótel Keflavík
 
09.00 Félagsfundi SSF framhaldið.
Niðurstöður hópastarfs kynntar: Umræður og niðurstöður. 
Aðalfundur SSF 2014.
Önnur mál. 
 
12.00 Hádegisverður 
 
12.40 Hugarflæðisfundur um þróunar og nýsköpunartækifæri í söguferðaþjónustu  á Suðurnesjum. 
Hugmyndavinna
Kynning
Niðurstöður
 
14.00 Fundarlok og heimferð