Sölu- og kynningartækni á erlendum markaði
Íslandsstofa býður til vinnustofu nk. föstudag um kynningar á fyrirtækjum, vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum, hvort sem markmiðið er að stofna til nýrra viðskiptatengsla eða selja vöru og þjónustu.
Meðal þess sem farið verður yfir eru grunnatriði í sölu- og kynningartækni, skilningur og þekking á þörfum viðskiptavina og mikilvægi undirbúnings út frá viðkomandi menningarheimi.
Leiðbeinandi er Chris Bowerman, meðeigandi og stjórnandi Tripos Consultants, Notthingham á Englandi. Chris hefur 24 ára reynslu af að halda námskeið og vinnustofur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem miða að því að efla starfsemi þeirra. Hann hefur haldið árangursrík námskeið og vinnustofur hér á landi frá árinu 2005, þar sem íslensk útflutningsfyrirtæki hafa fengið aðstoð við að þróa arðbær viðskiptasambönd og selja vörur sínar til erlendra viðskiptavina.
Vinnustofan fer fram föstudaginn 21. febrúar kl. 08:30 – 12:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Aðgangseyrir er 7.900 kr og eru námskeiðsgögn innifalin í verðinu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Nánari upplýsingar veita:
Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is
Skilmálar:
Þar sem um ákveðin fjölda þátttakenda er að ræða er lögð áhersla á að veita fyrirtækjum forgang á vinnustofuna. Ekki er hægt að fá endurgreitt sólarhring fyrir viðkomandi vinnustofu.