Fjárfestadagur Sjávarklasans
Eitt meginmarkmið Íslenska sjávarklasans er að skapa verðmæti í bláa hagkerfinu með því að tengja saman fólk. Klasa hugmyndarfræðin byggist á þeirri hugsun að með því að fá fólk úr mismunandi áttum til að deila sínum hugmyndum og þekkingu, getum við skapað meiri verðmæti með samstarfi þar sem fólk hittist og deilir hugmyndum og þekkingu. En það er ekki nóg að búa einungis til hugmyndir, frumkvöðlar þurfa einnig fjármagn svo að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika.
Íslenski sjávarklasinn heldur Fjárfestadag 27. september nk. þar sem þemað verður grænar og bláar lausnir. Dagskráin mun ganga út á stutta, markvissa fundi þar sem hvert fyrirtæki fær 25 mínútur með hverjum fjárfesti. Þetta gefur fyrirtækjum tækifæri til að kynna starfsemi sína, deila framtíðarplönum og svara spurningum fjárfesta. Að deginum loknum munum við halda stuttan tengslaviðburð þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að tengjast en frekar.
Á mitt sprotafyrirtæki heima á Fjárfestadeginum?
- Ef þú telur að fyrirtækið þitt stuðli að sjálfbærri framtíð og ert í leit að fjármagni á næstunni, þá er Fjárfestadagurinn fullkominn vettvangur fyrir þig.
Vilt þú taka þátt sem fjárfestir?
- Opið öllum fjárfestum: Við bjóðum bæði fjárfestingarsjóðum og englafjárfestum að taka þátt, svo ekki hika við að hafa samband.
- Engar skuldbindingar: Við lítum á klasann sem hlutlausan vettvang bæði fyrir fjárfesta og frumkvöðla, og felst engin fjárhagsleg skuldbinding í þátttöku.
- Valin fyrirtæki: Til þess að þið fáið sem mest virði munum við aðstoða ykkur við að velja þau fyrirtæki sem þið hafið áhuga á að funda með.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast skráðu þig hér eða sendu okkur póst á netfangið kristinn@sjavarklasinn.is