Vilt þú hafa áhrif á nýja Sóknaráætlun fyrir Suðurnes?
Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Suðurnesja sem mun taka gildi um áramót, en gildandi áætlun rennur út árið 2024.
Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir. Í þeim sameinast heimamenn um framtíðarsýn, markmið, forgangsröðun verkefna og leiðir til að áætlunin nái fram að ganga.
Vinnustofur
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofur, sem haldnar verða í öllum sveitarfélögum og eru allir íbúar velkomnir.
Á vinnustofunum verður fjallað um helstu áherslur og markmið Sóknaráætlunar Suðurnesja 2025-2030 og safnað saman verkefnahugmyndum til næstu fimm ára.