fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fleiri konur með háskólapróf

Flestar konur á Suðurnesjum eru með háskólapróf og flestir karla með framhaldsskólapróf.

Þetta kemur fram í nýrri Könnun Byggðastofununar um þjónustusókn íbúa á Suðurnesjum en hæsta hlutfall þeirra sem lokið hafa háskólaprófi er í Reykjanesbæ.

Alls tóku 1.169 manns þátt í könnuninni eða 6,7% íbúa á aldrinum 18- 80 ára. Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt eða 52% konur og 48% karlar. Um 3.500 manns á Suðurnesjum var boðið að taka þátt í könnuninni, svarhlutfall var 34,2%

Um 34% kvenna höfðu lokið framhaldsskólaprófi og um 44% háskólaprófi. Helmingur karla eða 50% voru með framhaldsskólapróf sem hæstu menntun og 30% karla voru með háskólapróf. Á öllum búsetusvæðunum nema í Reykjanesbæ höfðu hlutfallslega flestir lokið framhaldsskólaprófi en í Reykjanesbæ var algengast að svarendur hefðu lokið háskólaprófi

Skýrslan í heild sinni