fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Margir sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið

Margir íbúar á Suðurnesjum sækja vinnu út fyrir sína heimabyggð eða 41% og starfa flestir þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 45%. Hlutfallslega starfa flestir á Suðurnesjum við fræðslustarfsemi og eru konur þar í meirihluta en þó eru fleiri karlar í fullu starfi en konur eða 66% á móti 48% kvenna.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Byggðastofununar um þjónustusókn íbúa á Suðurnesjumsem fram fór í júní – október 2017. Alls tóku 1.169 manns þátt í könnuninni eða 6,7% íbúa á aldrinum 18- 80 ára og var svarhlutfall 34,2%.

Af þeim sem svöruðu voru 806 virkir á vinnumarkaði eða 78% þátttakenda. Á eftir fræðslustarfsemi störfuðu flestir við flutninga og geymslu.

Hlutfallslega störfuðu flestar konur eða 23% við fræðslustarfsemi, 16% á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu og 9% við opinbera stjórnsýslu og almannatryggingar og sama hlutfall við leigustarfsemi og sérhæfða þjónustu. Karlar störfuðu flestir við flutninga og geymslu, 12% starfaði við verslun og viðgerðir ökutækja og sama hlutfall við sérfræðileg, tæknileg og vísindastarfsemi.

 

Margir sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið
Alls sækja 41% þátttakenda vinnu út fyrir þétttbýli og flestir þeirra voru í vinnu á höfuðborgarsvæðinu eða 45%. Þrír af hverjum fjórum í Sveitarfélaginu Vogum sóttu vinnu út fyrir sveitarfélagið en í Reykjanesbæ sóttu hlutfallslega fæstir vinnu út fyrir þéttbýlið. Langflestir ferðast til vinnu á einkabíl eða 75%, 13% fóru í bíl eða rútu á vegum vinnuveitanda, 7% gangandi og 3% hjólandi. Karlar eru í meirihluta þeirra sem sækja vinnu út fyrir þéttbýli eða 48% karla á móti 31% kvenna.

Þeir námsmenn sem sóttu skóla út fyrir þéttbýli eru lestir í skóla á höfuðborgarsvæðinu eða rúm 81%. Afgerandi meirihluti nemenda sótti skólann með einkabíl eða 90%, 6% fóru gangandi og 4% með almenningssamgöngum.

Þjónustukönnun Byggðastofnunar