fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Frumkvöðlaverkefni kvenna verðlaunuð í HÍ-AWE-hraðlinum

Viðskiptahugmyndir sem snúa að bragðlaukaþjálfun fyrir börn, hugbúnaðarlausn við þjónustu fatlaðra barna og drónatækni til að rannsaka jörð og óbyggð svæði urðu í þremur efstu sætunum í frumkvöðlahraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stóð að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslands og lauk formlega á föstudag.

Frumkvöðlahraðallinn nefnist Academy for Woman Entrepreneurs (AWE) og er í boði víða um heim á vegum bandarískra stjórnvalda. Markmið hans er að styðja konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans. Þetta er í þriðja sinn sem hraðalinn er haldinn hér á landi.

Nánar