Góður súpufundur um ferðaþjónustu á Reykjanesi
Fyrirtæki og aðrir áhugasamir aðilar um ferðaþjónustu á Reykjanesi mættu á súpufund í Eldey í dag til þess að ræða það sem er framundan í ferðaþjónustu á Reykjanesi.Fjallað var um breytingar á rekstri Markaðssstofu Suðurnesja, nýtt fjarnám MSS í færni í ferðaþjónustu kynnt og sagt frá Reykjanes jarðvangi.Ásbjörn Björgvinsson kynnti stöðuna en hann hefur verið ráðinn tímabundið til þess að aðstoða við yfirfærsluna á rekstri skrifstofunnar til Heklunnar. Auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra markaðsstofunnar og er gert ráð fyrir því að ráðið verði í hana fljótlega.Ásbjörn hefur mikla reynslu af markaðsmálum en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands um árabil.Ásbjörn sagði tækifærin á Reykjanesi vera mörg og að markmiðið til að byggja á væri m.a. að breyta svæðinu úr dagsviðkomustað í að verða áfangastaður þar sem ferðamenn dveldu í lengri tíma. Einnig upplýsti hann að ákveðið hefði verið að breyta nafni markaðsstofunnar í Markaðsstofu Reykjaness.Hann sagði jafnframt mikilvægt að virkja alla með í samstarfið enda eigi allir aðilar í ferðaþjónustu á Reykjanesi sameiginlegt markmið.“Það er lykilatriði að ferðaþjónustan á svæðinu komi að verkefninu – öðruvísi tekst okkur ekki verkefnið. Það gerir þetta enginn einn“.Hjörleifur Hannesson hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kynnti nýtt undir heitinu Færni í ferðaþjónustu sem kennt verður í fjarnámi í mars-maí á þessu ári. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Reykjanesi eru hvött til þess að senda starfsfólk sitt í námið til þess að auka gæði þjónustu og þekkingu á svæðinu hjá starfsfólki sem muni auka arðsemi í greininni enda bendi kannanir til þess. Samtök atvinnulífssins munu greiða niður kostnað vegna námsins um 75% og eru fyrirtæki sem vilja kynna sér málið betur hvött til þess að hafa samband við Hjörleif hjorleifur@mss.is.Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes Geopark Project kynnti verkefnið um jarðvang á Reykjanesi en sótt hefur verið um aðild að European Geoparks Network.Eggert sagði verkefnið stoðtæki fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og gæðastimpil. Eitt af markmiðum jarðvangsins er að koma staðbundinni menningu og náttúru á framfæri og má ætla að verkefnið verði lyftistöng fyrir svæðið á sviði ferðaþjónustu, framleiðslu og fræðslu.
Gert er ráð´fyrir að framhald verði á súpufundum hjá Markaðsstofu Reykjanes þar sem kynnt verða verkefni í ferðaþjónustu á Reykjanesi.