fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Heimsókn frá Trollfjell jarðvangi

Fulltrúar frá norska jarðvangnum Trollfjell Geopark heimsóttu Hekluna þann 4. september sl. en þar er unnið að stofnun jarðvangs sem yrði sá þriðji í Noregi.Verkefnastjórar Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark, þau Þuríður Halldóra Aradóttir og Eggert Sólbert Jónsson, tóku á móti hópnum í Salthúsinu í Grindavík þar sem verkefni jarðvanganna voru kynnt.