Íbúar telja Suðurnes friðsæl og örugg
Íbúar telja Suðurnes friðsæl og örygg í íbúakönnun landshluta sem nú má sjá í nýju gagnatorgi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekur þátt í gerð íbúakannana landshluta reglulega en þar er kannaður hugur íbúa til búsetuskilyrða, aðstæður á vinnumarkaði og afstaða til mikilvægra þátta s.s. hamingja og hvort íbúar séu á förum frá landshlutanum.
Hægt er að skoða svör í öllum flokkum eftir mikilvægi þjónustunnar og stöðu hennar. Þá er hægt að bera niðurstöðurnar saman við landið allt og eins milli einstakra sveitarfélaga.