Nýtt gagnatorg Suðurnesja
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur sett upp gagnatorg fyrir Suðurnes þar sem nálgast má áhugaverðar tölur og gögn um svæðið.
Má þar nefna nýlega íbúakönnun landshluta sem framkvæmd er annað hvert ár og lista yfir fyrirtæki á svæðinu. Þá er birt þar viðamikil greining á samfélagsþróun Suðurnesja síðustu 10 ár þar sem sjá má upplýsingar um fjölskyldugerð, tekjum, menntunarstöðu og búsetutíma á svæðinu.
Stefnt er að því að birta fleiri upplýsingar í gagnatorginu á næstunni og má þar nefna fyrirtækjakönnun landshluta, lýðheilsuvísa og þróun íbúafjölda.
Gagnatorg