fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll

Erlendir ferðamenn eru 10-20% af farþegum í innanlandsflugi. Með betri tengingu innanlandsflugs og millilandaflugs væri hægt að fá erlenda ferðamenn til að taka aukinn þátt í kostnaði við innanlandsflugið.Þetta kemur fram í úttekt sem Heklan vann fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum en þar voru skoðaðir möguleikar og hagkvæmni þess að flogið verði innanlands með ferðahópa beint frá Keflavíkurflugvelli, óháð því hvort innanlandsflug verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík eður ei. Jafnframt var kannað hvaða afleiðingar það hefði fyrir Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflugið myndi leggjast af á Reykjavíkurflugvelli eða breytast frá því sem nú er.
Í skýrslunni er stuðst við þau gögn sem áður hafa verið gefin út en einnig var rætt formlega og óformlega við ýmsa hluteigandi aðila.
Flutningur reglubundins innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur mun hafa töluverð áhrif á samfélagsþróun á Suðurnesjum, sem og á innanlandsflugið sjálft. Gera má ráð fyrir að þjónustustig á Suðurnesjum hækki verði innanlandsflug flutt til Keflavíkur, þ.e. þjónustan sem farþegar í innanlandsflugi sækja í dag kemur til með að færast nær tengipunktinum sem er flugvöllurinn.
Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til þess að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum. Isavia gerir ekki ráð fyrir fjölgun starfsfólks verði áætlunarflug innanlands flutt til Keflavíkur. Hins vegar gætu orðið til 150-200 ný störf á vegum tveggja stærstu flugrekstraraðilanna í innanlandsflugi, sé gert ráð fyrir 25-40% fækkun farþega. Þá eru ótalin afleidd störf.Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll – Möguleikar og samfélagsleg áhrif. Heklan 2014.