fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Jólagleði í Eldey

Suðurnesjamönnum er boðið í jólagleði í Eldey frumkvöðlasetri á Ásbrú fimmtudaginn 5. desember kl. 20.00.Frumkvöðlar í húsinu bjóða upp á létta stemmningu með tónlist, jólaglögg og piparkökur auk þess sem vinnustofur í húsinu verða opnar.Þá munu sprotafyrirtæki kynna ýmsa framleiðslu s.s. Geosilica sem býður upp á smakk á kísilvatni sem unnið er úr jarðsjó og Arctic Salt kynnir heilsusaltframleiðslu sem nú fer fram í húsinu. Þá verða fleiri verkefni í húsinu kynnt en þau eru afar fjölbreytt.Í Eldey starfa nú 26 fyrirtæki og starfsmenn í húsinu eru um 50 talsins. Þar býðst frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum tímabundin vinnuaðstaða til að koma verkefnum sínum af stað og Heklan býður handleiðslu og ráðgjöf til þeirra sem vinna að nýsköpunarhugmyndum og stofnun fyrirtækja. Reglulega eru haldin námskeið og fyrirlestrar í húsinu sem og viðburðir sem miða að því að kynna starfsemina.
Verkefnastjóri frumkvöðlasetursins er Dagný Gísladóttir.eldey@heklan.is