fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Lán með lánatryggingum fyrir konur

Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu er til og með 15.mars 2022.

Svanni veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna sem þýðir að ekki þarf að leggja fram veð fyrir lánum. Sjóðurinn er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar. Enn fremur sýna rannsóknir að konur eru varkárari til að taka lán og veðsetja eigur sínar og hefur það staðið vexti fyrirtækja í eigu kvenna fyrir þrifum að einhverju leyti.

Svanni hefur framkvæmt könnun hjá lánþegum sjóðsins. Þar kemur skýrt fram í gegnum árin hjá lántakendum sjóðins að margir lánþegar telja sig ekki hafa sama aðgang að fjármagni annars staðar. Einnig hefur lánatrygging Svanna skipt miklu máli við að koma hugmyndum í verk og lánin geta skipt sköpum fyrir minni fyrirtæki. Verkefnin sem lánað er fyrir skila verðmætaaukningu inn í atvinnulífið og stuðla að aukinni atvinnusköpun.

Sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.atvinnumalkvenna.is, en þar má finna frekari upplýsingar um lánin.

Úthlutun lána fer fram tvisvar á ári og er hægt að fá lán á bilinu þrjár til tíu milljónir króna og eru lánin alla jafna til 5 ára.

Hér má finna umfjöllun um lán sem voru veitt vorið 2021.

Allar nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Svanna Ásdís Guðmundsdóttir, asdis.gudmundsdottir@vmst.is