Málþing Svæðisskipulags Suðurnesja
Þetta kom fram í máli Róbert Ragnarssonar sem stýrði málþingi Svæðisskipulags Suðurnesja í Hljómahöll föstudaginn 9. febrúar s.l. þar sem fjallað var um vöxt og fólksfjölgun á Suðurnesjum og þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög þurfi að grípa til til þess að mæta henni.
Íbúafjölgun mest á Suðurnesjum
Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um 4.712 á síðustu sex árum eða 22,3% og fjöldi erlendra ríkisborgara hefur þrefaldast. Íbúafjölgun er hlutfallslega mest á Suðurnesjum 2010 – 2017 og er hún 50% frá árinu 2015. Hröð umferð farþega um Keflavíkurflugvöll umfram áætlanir hefur fjölgað störfum á Keflavíkurflugvelli hratt og mikil uppbygging er framundan. Atvinnuleysi er því sama sem ekkert sem er mikil breyting frá því þegar atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum.
Þessu fylgja áskoranir fyrir sveitarfélögin á svæðinu þar sem vöxturinn er hraður og ekki hefur verið hægt að bregðast við nógu fljótt.
Framlag á hvern íbúa fer lækkandi
Fram kom í máli Dr. Hugins Freys Þorsteinssonar frá Aton að ekki er gert ráð fyrir íbúasamsetningunni eða íbúafjölgun á svæðinu þegar framlög til opinberrar þjónustu á Suðurnesjum eru reiknuð út. Þannig er tekið mið af meðaltali íbúafjölgunar á landinu sem var 1% en 7% á Suðurnesjum. Þannig fer framlag á hvern íbúa á Suðurnesjum lækkandi og nemendagildum fækkar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferð hefur aukist um Reykjanesbraut og ársverk lögreglu á Keflavíkurflugvelli fylgja ekki eftir farþegaþróun sem gefurnokkra mynd af stöðunni.
Afleiðingarnar eru þær að Suðurnesin eru að verða á eftir sem bitnar á lífsgæðum íbúa s.s. skertri heilbrigðisþjónustu.
Hluti af áskoruninni eru starfsmenn af erlendum uppruna en fram Íbúar af erlendum uppruna á Suðurnesjum eru um 20% í dag en gert er ráð fyrir að þeir verði rúmlega helmingur íbúa árið 2040. Ekki er heldur gert ráð fyrir samsetningu íbúa þegar framlag er reiknað til Suðurnesja en þau eru stærsta fjölmenningarsamfélagið á Íslandi.
Á málþinginu voru sýnd viðtöl við mannauðsstjóra fyrirtækjanna Airport Associates, Isavia, Visir og Allt hreint sem flest nýta sér þjónustu erlendra starfsmanna í miklu mæli en einnig var rætt við nokkra af þeim starfsmönnum til að fá innsýn í þeirra reynslu og hvaða þjónustu þurfi að bæta að þeirra mati svo sveitarfélögin geti brugðist við og komið betur til móts við þennan hóp.
Íbúðaverð hækkaði um 50%
Íbúaverð hækkaði um 50% á Suðurnesjum frá 2016 og mikil þörf er á húsnæði til næstu ára haldi fram sem horfir. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin nái að anna eftirspurninni til næstu ára miðað við skipulagsáætlanir en þar sem vöxturinn er hraður mun það ekki gerast strax.
Stefán Gunnar Thors kynnti könnun VSÓ þar sem skoðað var framboð íbúða og lóða í sveitarfélögum á Suðurnesjum og þar sker Reykjanesbær sig úr, með fjölbreyttasta framboðið af íbúðum en önnur sveitarfélög eru að mestu leyti með einbýli. Að mati Stefáns þurfa sveitarfélögin að skoða betur tegundasamsetningu íbúða og hvort hún henti þeim vexti sem er framundan. Frá árinu 2021 verða til lóðir fyrir 1640 íbúðir sem geta dugað 4.490 íbúum.
Í niðurstöðum fundarins kom fram að sú tekjuaukning sem orðið hefur til vegna starfsemi á Keflavíkurflugvelli þurfi að skila sér til íbúa á Suðurnesjum. Þá þurfi að ná til íbúa af erlendum uppruna og þar skipti fyrirtækin miklu máli.
Hér má nálgast upptöku af fundinum og hlýða á erindi sem fram komu .