fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Alls eiga sex verkefni möguleika á því að hljóta Eyrarrósina árið 2018 og þar af er eitt verkefni af Suðurnesjum, Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði.

Eyrarrósin er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Að verðlaununum standa í sameiningu Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 33 umsóknir um viðurkenninguna í ár hvaðanæva af landinu.

Eyrarrósinni fylgir tveggja milljón króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

Eyrarrósarlistinn 2018:

  • Aldrei fór ég suður, Ísafirði
  • Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Nothern Wave), Snæfellsbæ
  • Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði
  • LungA skólinn, Seyðisfirði
  • Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi
  • Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 1. mars næstkomandi í Neskaupsstað, heimabæ þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs sem er handhafi Eyrarrósarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.