fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vel sóttir fundir um ferðamál á Reykjanesi

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa að undanförnu staðið fyrir opnum fundum um ferðamál á Reykjanesi í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum.

Á fundinum hefur starfsemi Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes UNESCO Global Geopark verið kynnt sem og stefna sveitarfélaganna í ferðamálum. Góð mæting hefur verið á fundina í öllum sveitarfélögum og fjörugar umræður en aukning ferðamanna og gistinátta hefur verið hvað mest á Suðurnesjum að undanförnu. 

Að sögn Eggerts Sólbergs Jónssonar verkefnastjóra Reykjanes UNESCO Global Geopark var markmið fundanna að ræða stöu ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem og að skoða þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein.

Það hefur margt áunnist á síðustu árum, m.a. hvað varðar ábyrga markaðssetningu, skipulagningu innra starfs og uppbyggingu innviða. Það er horft til okkar og áfangastaðurinn Reykjanes hefur fengið viðurkenningar sem eftir hefur verið tekið. Það er þó ekki þar með sagt að starfinu sé lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og vinna í átt að sjálfbærara samfélagi. Það skiptir miklu máli að ferðaþjónustan byggi sína tilveru á sátt við samfélagið og það er von okkar að þessir fundir ýti undir það.