fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Langmest fjölgun gistinátta á Suðurnesjum

Fjölgun gistinátta var langmest á Suðurnesjum á síðasta ári eða 52,2% þrátt fyrir að fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna á heilsárshótelum á síðasta ári sé sú minnsta síðan árið 2010 en það ár fækkaði þeim um 1,9%. Næst á eftir Suðurnesjum er Suðurland en þar var aukningin 21,2%.

Þetta kemur fram í nýjustu Hagsjá greiningardeildar Landsbankans, en þar er bent á að fjölgunin hafi  alltaf verið minni en sem nemur fjölgun ferðamanna, sem þeir rekja til þess að ferðamenn hafa í auknum mæli leitað í annars konar gistiform, s.s. Airbnb.

 

Sjá má að árstíðarsveiflan í gistinóttum hefur haldið áfram að dragast saman á síðasta ári og hefur hlutfall gistinátta sem teknar voru yfir sumarmánuðina farið úr 54,1% í júní, júlí og ágúst niður í 42,4% á síðasta ári. Var hún minnst á höfuðborgarsvæðinu eða 14% á síðasta ári, næstminnst á Suðurnesjum eða 33% og Suðurlandi, tæplega 60% en langmest á Austurlandi, eða 330%.